Yfirlýsing Bush og Howard vekur gremju og tortryggni

George W. Bush Bandaríkjaforseti og John Howard forsætisráðherra Ástralíu, á …
George W. Bush Bandaríkjaforseti og John Howard forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi í Ástralíu í morgun. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti og John Howard, forsætisráðherra Ástralíu, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í morgun þar sem þeir sögðust hlakka til að vinna á virkan og uppbyggilegan hátt með öllum þjóðum á fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Indónesíu í desember.

Bandaríkin og Ástralía hafa sætt harðri gagnrýni á alþjóðavettvangi fyrir að neita að undirrita Kyoto-samninginn um takmörkun gróðurhúsalofttegunda og þykir yfirlýsingin dæmigerð fyrir tilburði leiðtoganna til að reyna að fresta og stýra umræðum um málið og mun hún hafa vakið gremju Kínverja og annarra þátttakenda í leiðtogafundi Asíu og Kyrrahafsríkja (APEC) sem hefst í Ástralíu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert