Bin Laden sagður ætla að ávarpa bandarísku þjóðina

Til vinstri er Osama bin Laden á myndbandi sem sýnt …
Til vinstri er Osama bin Laden á myndbandi sem sýnt var 2004 en til hægri er mynd úr væntanlegu myndbandi, sem birtist í dag á auglýsingu á íslamistavefnum Al-Sahab. AP

Osama bin Laden, leiðtogi hryðju­verka­sam­tak­anna al-Qa­eda, ætl­ar að senda frá sér mynd­band þann 11. sept­em­ber og ávarpa banda­rísku þjóðina í til­efni af því að sex ár verða þá liðin frá hryðju­verka­árás­un­um á New York og Washingt­on. Þetta seg­ir stofn­un­in SITE, sem fylg­ist með net­síðum íslam­ista.

Með til­kynn­ingu stofn­un­ar­inn­ar fylgdi skjá­mynd úr mynd­band­inu þar sem bin Laden tal­ar. Skegg hans, sem á fyrri mynd­bönd­um hef­ur verið grá­sprengt, er kol­svart á mynd­inni. Virðist það hafa verið litað en slíkt er ekki óal­gengt meðal Ar­aba.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert