Hundruð Búddamunka hafa tekið um tuttugu liðsmenn öryggislögreglunnar í Myanmar í gíslingu í klaustri sínu í Pakokku, um 500 km norður af höfuðborginni Yangon. Munkarnir tóku mennina höndum er þeir komu í klaustrið til að biðjast afsökunar á hörkulegum aðgerðum sem munkarnir voru beittir er þeir efndu til mótmælasamkomu í borginni í gær.
Þrír munkar slösuðust er lögregla skaut upp í loftið til að dreifa um þrjú hundruð munkum sem tóku þátt í mótmælasamkomunni en tilgangur hennar var að mótmæla hækkun eldsneytisverðs.
Munkarnir kveiktu í bílum lögreglumannanna og lokuðu þá inni er .eir komu í klaustrið en báðu aðra íbúa bæjarins um að blanda sér ekki í málið.