Búddamunkar taka öryggissveitarmenn í gíslingu

Hundruð Búdda­munka hafa tekið um tutt­ugu liðsmenn ör­ygg­is­lög­regl­unn­ar í My­an­mar í gísl­ingu í klaustri sínu í Pakokku, um 500 km norður af höfuðborg­inni Yangon. Munk­arn­ir tóku menn­ina hönd­um er þeir komu í klaustrið til að biðjast af­sök­un­ar á hörku­leg­um aðgerðum sem munk­arn­ir voru beitt­ir er þeir efndu til mót­mæla­sam­komu í borg­inni í gær.

Þrír munk­ar slösuðust er lög­regla skaut upp í loftið til að dreifa um þrjú hundruð munk­um sem tóku þátt í mót­mæla­sam­kom­unni en til­gang­ur henn­ar var að mót­mæla hækk­un eldsneytis­verðs.

Munk­arn­ir kveiktu í bíl­um lög­reglu­mann­anna og lokuðu þá inni er .eir komu í klaustrið en báðu aðra íbúa bæj­ar­ins um að blanda sér ekki í málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert