Bush þiggur boð um að mæta á Ólympíuleikana

Undirbúningur vegna Ólympíuleikanna stendur nú sem hæst í Beijing.
Undirbúningur vegna Ólympíuleikanna stendur nú sem hæst í Beijing. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann ætli að sækja Ólympíuleikan í Beijing í Kína á næsta ári. Bush tilkynnti þetta eftir fund sinn með Hu Jintao, forseta Kína í Sydney í Ástralíu í morgun. “Hann bauð mér og Lauru og fjölskyldu okkar að komaá Ólympíuleikana og ég áði það að sjálfsögðu með þökkum,” sagði Bush.

James Jeffrey, aðstoðaröryggisráðgjafi forsetans, bætti því við eftir fundinn að einungis ber að tengja ferð Bush á Ólympíuleikana áhuga hans á íþróttum og að ekki megi túlka ferð hans þangað í pólitísku samhengi.

Ýmis mannréttindasamtök hafa hvatt þjóðarleiðtoga til að nota tækifærið í aðdraganda Ólympíuleikana til að þrýsta á kínversk stjórnvöld að gera úrbætur í mannréttindamálum í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert