Erfðaefni fundið í rannsókn á hvarfi Madeleine

Gerry og Kate McCann með myndir af dóttur sinni Madeleine.
Gerry og Kate McCann með myndir af dóttur sinni Madeleine. Reuters

Breskir rannsóknarlögreglumenn hafa fundið erfðaefni hugsanlegs ræningja bresku stúlkunnar Madeleine McCann í hótelíbúðinni í Portúgal þaðan sem stúlkan hvarf í maí. Gert er ráð fyrir að einn eða fleiri aðilar verði handteknir vegna málsins innan næstu 48 klukkutímanna. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt heimildum breska blaðsins The Mirror fannst samsvarandi erfðaefni bæði í íbúðinni í Praia de Luz og á öðrum ótilgreindum sönnunargögnum í málinu.

Blaðið kveðst einnig hafa heimildir fyrir því að foreldrar stúlkunnar hafi ekki fengið upplýsingar um framgang rannsóknar málsins á undanförnum dögum. Lögregla ítrekaði þó nýlega að foreldrarnir lægju ekki undir grun í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert