Hu hvetur til alþjóðlegrar samvinnu í orkumálum

Hu Jintao, forseti Kína, hvatti í morgun til alþjóðlegrar samvinnu í orkumálum en Kínverjar hafa setið undir gagnrýni fyrir að reyna að sölsa undir sig réttindi til orkunýtingar um allan heim. "Alþjóðasamfélagið ætti að setja sér sameiginlega stefnu í orkuöryggismálum sem kallar á gagnkvæma samvinnu sem kemur öllum til góða, stuðlar að fjölbreyttri þróun og tryggir orkubirgðir um allan heim,” sagði hann.

Hu sagði þetta í fyrirlestri sem hann hélt í Sydney en hann mun taka þátt í leiðtogafundi Efnahagssamvinnustofnunar Asíu og Kyrrahafsríkja (APEC) sem hefst í borginni síðar í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert