Reinfeldt fundar með sendiherrum múslímaríkja vegna skopmyndar

For­sæt­is­ráðherra Svíþjóðar, Fredrik Rein­feldt, hef­ur boðað sendi­herra mús­límarikja á sinn fund til að ræða deil­una sem sprott­in er upp í land­inu eft­ir að sænskt blað birti skop­mynd af Múhameð spá­manni í hunds­líki. Hörð mót­mæli hafa borist frá mús­límaríkj­um á borð við Af­gan­ist­an, Egypta­land, Íran og Pak­ist­an.

Talsmaður Rein­feldts sagði að fund­ur­inn yrði hald­inn á morg­un. For­sæt­is­ráðherr­ann hefði haft frum­kvæðið að boðun hans. Tutt­ugu sendi­herr­um mús­límaríkja hefði verið boðið.

Sam­kvæmt strangri túlk­un á Íslam má ekki búa til neinskon­ar mynd­ir af spá­mann­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka