Thompson tilkynnir framboð sitt

Fyrrum öldungadeildarþingmaðurinn og Hollywoodleikarinn Fred Thompson tilkynnti í gær að hann sækist eftir því að verða forsetaefni repúblíkana í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á næsta ári. Níu hafa nú tilkynnt að þeir sækist eftir því að verða forsetaefni flokksins en sigurstranglegastir þykja Rudy Giuliani og Mitt Romney. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Tilynningar um framboð Thompsons hafði verið beðið og gaf hann út slíka yfirlýsingu í kappræðum sem fram fóru í New Hampshire og sjónvarpað var í sjónvarpsþættinum Tonight Show with Jay Leno.

Samkvæmt fréttaskýrendum BBC nýtur Thompson mikilla vinsælda innan flokksins þar sem hann þykir svipa um margt til Ronald Reagan, fyrrum Bandaríkjaforseta.

Thompson þykir íhaldsamur og hefur m.a. látið til sín taka í umræðum um fóstureyðingar og byssueign almennings. Hann er hins vegar best þekktur sem leikari og hefur m.a. leikið forseta Bandaríkjanna á hvíta tjaldinu. Nú fer hann hins vegar með hlutverk saksóknara í sjónvarpsþáttunum Law and Order.

Fred Thompson
Fred Thompson AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert