Bandaríkjamenn rannsaka nýtt myndband bin Ladens

Til vinstri er Osama bin Laden á myndbandi sem sýnt …
Til vinstri er Osama bin Laden á myndbandi sem sýnt var 2004 en til hægri er mynd úr væntanlegu myndbandi, sem birtist í gær á auglýsingu á íslamistavefnum Al-Sahab. AP

Bandaríkjastjórn segist hafa fengið í hendur nýtt myndband með ávarpi Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda. Segjast Bandaríkjamenn vera að rannsaka myndbandið til að leggja mat á hvort um sé að ræða nýtt efni.

Íslömsk vefsíða skýrði frá því í gærkvöldi, að myndbandið yrði birt í tilefni af því að sex ár verða á þriðjudaginn liðin frá hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin. Líklegt er talið að myndbandið verði birt á næstu sólarhringum.

Bin Laden hefur ekki sést á myndbandi frá árinu 2004. Mynd úr myndbandinu birtist á íslamskri vefsíðu í gærkvöldi og þar sást að bin Laden hefur elst í útliti, miðað við fyrri myndir, þótt skegg hans virðist vera orðið svart frekar en grátt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert