Forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, Michael Hayden varaði í dag við því að hryðjuverkasamtökin al-Qaeda væri að leggja á ráðin um röð árása á Bandaríkin og telur hann að samtökin ætli sér að valda miklum skaða. „Sérfræðingar okkar telja að það sé nokkuð öruggt að yfirstjórn al-Qaeda skipuleggi nú áhrifamikil hryðjuverk gegn Bandaríkjunum,” sagði Hayden í ræðu sem hann flutti á þingi um erlend samskipti í New York.
„Al-Qaeda einbeitir sér nú að árásum á skotmörk, sem myndu leiða til fjölmargra dauðsfalla, mikillar eyðileggingar og verulegra efnahagslegra afleiðinga,” bætti hann við.
Í næstu viku verða sex ár frá árásunum á New York þann 11. september 2001.