Hrekkjalómar stofnuðu lífi sínu og annarra í hættu í Sydney

Lítil stúlka ræðir við lögreglumann á götu í Sydney í …
Lítil stúlka ræðir við lögreglumann á götu í Sydney í morgun. AP

Lögregla í Ástralíu segir að stjórnendur gamanþáttar í áströlsku sjónvarpi hafi stofnað starfsmönnum sínum og öðrum í stórhættu er þeir sendi mannklæddan eins og Osama bin Laden inn fyrir öryggisgirðingu hótels sem George W. Bush Bandaríkjaforseti og fleiri leiðtogar dvelja en leiðtogafundur Asíu og Kyrrahafsríkja stendur nú yfir í borginni.

“Ég er mjög reiður yfir því að þetta skuli hafa verið gert. Þetta var mjög hættulegur hrekkur,” segir Andrew Scipione, lögreglustjóri í Nýja Suður-Wales. “Það eru leyniskyttur um alla borgina. Vopnaðir öryggisverðir eru ekki til sýnis. Hér er full alvara á ferðum.”

Þá vísar hann því á bug að hrekkurinn hafi komið upp um veikleika í öryggisgæslunni og segir hann þvert á móti sýna það að öryggisgæslan sé margföld.

Ellefu manns á vegum sjónvarpsþáttarins "The Chaser's War on Everything" voru handteknir og ákærðir fyrir að ógna öryggi almennings eftir að þeir óku glæsibifreið og nokkrum mótorhjólum upp að InterContinental hótelinu í morgun en bifreiðin var merkt með kanadíska fánanum<

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert