Kate McCann fær réttarstöðu grunaðs einstaklings

Kate McCann utan við lögreglustöð í bænum Portimao í Portúgal …
Kate McCann utan við lögreglustöð í bænum Portimao í Portúgal í gær. AP

Kate McCann, móðir bresku stúlkunnar Madeleine McCann, verður í dag skilgreind sem grunaður einstaklingur í rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi stúlkunnar fyrir fjórum mánuðum. Talsmaður fjölskyldunnar hefur staðfest þetta en Kate McCann var yfirheyrð af portúgölsku lögreglunni í ellefu klukkustundir í gær. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Sögusagnir um að komið hafi fram vísbendingar um að foreldrar Madeleine hafi átt þátt í hvarfi hennar hafa verið á kreiki um nokkurt skeið en þau vísa því alfarið ábug og segja hana hafa horfið úr hótelíbúð þar sem hún svaf eftirlitslaus ásamt tveimur yngri systkinum sínum.

Kate og Gerry McCann
Kate og Gerry McCann Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert