Kate McCann, móðir bresku stúlkunnar Madeleine McCann, verður í dag skilgreind sem grunaður einstaklingur í rannsókn portúgölsku lögreglunnar á hvarfi stúlkunnar fyrir fjórum mánuðum. Talsmaður fjölskyldunnar hefur staðfest þetta en Kate McCann var yfirheyrð af portúgölsku lögreglunni í ellefu klukkustundir í gær. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.
Sögusagnir um að komið hafi fram vísbendingar um að foreldrar Madeleine hafi átt þátt í hvarfi hennar hafa verið á kreiki um nokkurt skeið en þau vísa því alfarið ábug og segja hana hafa horfið úr hótelíbúð þar sem hún svaf eftirlitslaus ásamt tveimur yngri systkinum sínum.