Móður Madeleine boðið að játa gegn vægum dómi

Ættingjar Kate McCann, móðir fjögurra ára stúlku sem hvarf í Portúgal í maí, segja að lögregla í Portúgal hafi boðið Kata að játi hún á sig að hafa orðið dóttur sinni að bana af slysni þurfi hún aðeins að sitja í fangelsi í 2 ár eða skemur.

Philomena, systir Gerry McCann, eiginmanns Kate, sagði Sky fréttasjónvarpsstöðinni frá þessu í dag. Kate var yfirheyrð í 11 stundir í Portúgal í gær og þegar hún kom aftur á lögreglustöð þar í landi í dag var henni tilkynnt formlega að hún hefði fengið stöðu grunaðs einstaklings í málinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert