15 féllu í sprengjuárásum í Írak

George W. Bush Bandaríkjaforseti.
George W. Bush Bandaríkjaforseti. AP

Fimmtán létust í sprengjuárásum í Írak í dag, þ.á.m. 10 í Bagdad. Á sama tíma greindi George W. Bush Bandaríkjaforseti frá því að hann muni ávarpa bandarísku þjóðina í næstu viku í þeim tilgangi að útskýra sýn sína á hlutverk Bandaríkjanna í Írak í framtíðinni.

Íraska lögreglan greindi frá því í dag að bíll hefði sprungið í dögun skammt frá lögreglustöð í hverfinu Sadr City í Bagdad, en þar eru sjítar í meirihluta. Fólk var að versla þegar sprengjan sprakk með þeim afleiðingum að 10 létust og 30 særðust.

Önnur sprengja sprakk á markaði í borginni Kufa. Talið er að um vegasprengju hafi verið að ræða. Fimm létust og átta særðust að sögn lögreglu.

Sprengjuárásirnar minnir fólk á þá bresti sem eru í öryggismálum í Írak þrátt fyrir að ofbeldisverkum hafi fækkað í kjölfar ákvörðunar Bush um að senda 30.000 fleiri hermenn til Íraks.

Bush er nú á heimleið eftir að hafa verið í Ástralíu. Í sínu vikulega útvarpsávarpi hvatti hann þingmenn demókrata, sem krefja forsetann um að tímasetja brotthvarf Bandaríkjahers frá Írak, um að sýna stillingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert