Fjórði hver Dani trúir á engla

Frá Kaupmannahöfn í Danmörku.
Frá Kaupmannahöfn í Danmörku. mbl.is/Ómar

Fjöru­tíu og þrjú pró­sent Dana trúa á engla sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar könn­un­ar sem birt­ar voru í kristi­lega dag­blaðinu Kristeligt Dag­blad í dag. Fimmtán pró­sent af þeim 964 sem tóku þátt í könn­un­inni sögðust ekki ef­ast um það að engl­ar væru til, en 28% sögðu það vera lík­legt.

Um 51% aðspurðra sögðust ekki trúa á engla, en um 6% sögðust ekki vera viss­ir.

Fram kem­ur að þeir sem eru lík­leg­ast­ir til þess að trúa á engla eru kon­ur og miðaldra fólk.

Átta pró­sent af þeim sem tóku þátt í könn­un­inni og lýstu sjálf­um sér sem guðleys­ingja sögðust trúa á engla.

Tim Jen­sen, sem er aðstoðarpró­fess­or í trú­fræði við há­skól­ann í Suður-Dan­mörku, sagði í sam­tali við dag­blaðið að niður­stöðurn­ar hefðu komið hon­um á óvart.

„Það að um helm­ing­ur Dana trúi á engla á einn eða ann­an hátt virk­ar sem mjög hátt hlut­fall. En spurn­ing­in er hvort þeir trúi á engla vegna trú­ar­legr­ar sann­fær­ing­ar eða í ljóðræn­um skiln­ingi,“ sagði hann.

„Það er hugg­un fyr­ir marga að trúa því að ást­vin­ir þeirra hverfi ekki ei­lífu þegar þeir deyja held­ur verði að engl­um,“ sagði hann.a

Um 85% Dana eru mót­mæl­enda­trú­ar, en aðeins lít­ill hluti þeirra sækja guðþjón­ust­ur reglu­lega.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert