Gengið til forsetakosninga í Sierra Leone

Starfsmaður sést hér flytja kjörkassa á kjörstað í Sierra Leone.
Starfsmaður sést hér flytja kjörkassa á kjörstað í Sierra Leone. AP

Kjósendur í Sierra Leone ganga nú að kjörborðinu til þess að fá úr því skorið hver verði næsti forseti landsins. Mjög jafnt var á munum í fyrri umferð kosninganna.

Mikil spenna ríkir í landinu í kjölfar kosninganna sem fram fóru í síðasta mánuði, en þá stóð enginn einn uppi sem sigurvegari.

Solomon Berewa, frambjóðandi stjórnarflokksins, og Ernest Koroma, frambjóðandi stjórnarandstöðunnar, etja nú kappi í lokaumferðinni.

Víða lýstu menn yfir ánægju með fyrri umferð forsetakosninganna, en hún er sögð hafa verið frjáls og sanngjörn. Auk þess sem kosningarnar eru sagðar vera jákvætt skref fram á við fyrir þjóðina sem er enn að jafna sig eftir áratugalanga borgarastyrjöld.

Búist er við að mjótt verði á munum í seinni umferðinni og því ríkir mikil spenna víða í landinu.

Sumstaðar hafa brotist út átök, en meirihluti íbúanna vill þó koma á friði í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert