Gengið til forsetakosninga í Sierra Leone

Starfsmaður sést hér flytja kjörkassa á kjörstað í Sierra Leone.
Starfsmaður sést hér flytja kjörkassa á kjörstað í Sierra Leone. AP

Kjós­end­ur í Sierra Leo­ne ganga nú að kjör­borðinu til þess að fá úr því skorið hver verði næsti for­seti lands­ins. Mjög jafnt var á mun­um í fyrri um­ferð kosn­ing­anna.

Mik­il spenna rík­ir í land­inu í kjöl­far kosn­ing­anna sem fram fóru í síðasta mánuði, en þá stóð eng­inn einn uppi sem sig­ur­veg­ari.

Solomon Berewa, fram­bjóðandi stjórn­ar­flokks­ins, og Er­nest Koroma, fram­bjóðandi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, etja nú kappi í lokaum­ferðinni.

Víða lýstu menn yfir ánægju með fyrri um­ferð for­seta­kosn­ing­anna, en hún er sögð hafa verið frjáls og sann­gjörn. Auk þess sem kosn­ing­arn­ar eru sagðar vera já­kvætt skref fram á við fyr­ir þjóðina sem er enn að jafna sig eft­ir ára­tuga­langa borg­ara­styrj­öld.

Bú­ist er við að mjótt verði á mun­um í seinni um­ferðinni og því rík­ir mik­il spenna víða í land­inu.

Sumstaðar hafa brot­ist út átök, en meiri­hluti íbú­anna vill þó koma á friði í land­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert