Kolaeldur hefur brunnið í rúman áratug

Sérfræðingum hefur á síðustu tveimur mánuðum tekist að slökkva um 40% af kolaeldi, sem brunnið hefur neðanjarðar í norðurhluta Pakistans í rúman áratug.

Talsmaður námuráðuneytis Afganistans segir, að hafist hafi verið handa í júlí við að slökkva eldinn, sem kviknaði í Dara-i-Suf kolanámunni fyrir slysni fyrir áratug. Aðgerðirnar felast einkum í því, að innsigla námuna svo súrefni komist ekki þangað niður.

Stjórnvöld í Afganistan stefna að því að endurvekja námuiðnað í landinu, sem hefur nánast legið niðri vegna áratuga langra átaka. Talið er að allt að hægt sé að vinna allt að 400 milljónir tonna af kolum í Afganistan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert