Með 23 nálar í líkamanum um árabil

Kínverskir skurðlæknar ætla að hefja að fjarlægja 23 nálar úr líkama tæplega þrítugrar konu sem uppgötvuðust þegar hún leitaði sér læknishjálpar fyrir skömmu. Talið er að afi og amma konunnar hafi komið nálunum fyrir í þeim tilgangi að drepa hana þegar hún var barn.

Nálarnar fundust við röntgenmyndatöku eftir að Luo Cuifen, sem er 29 ára gömul leitaði til læknis vegna blóðs í þvagi. Margar nálarnar hafa með tímanum borist í mikilvæg líffæri á borð við lungu, lifur, blöðru og nýru, sem veldur því að afar erfitt verður að fjarlægja þær allar, en læknar eru engu að síður bjartsýnir á að það takist þrátt fyrir áhættuna.

Liklegt er talið að afi og amma konunnar hafi komið nálunum fyrir er hún var barn í von um að hún myndi láta lífið og foreldrar hennar myndu svo eignast dreng í hennar stað. Í Kína mega flestar fjölskyldur aðeins eignast eitt barn og þykja drengir mun betri betri þar sem hefð er fyrir því að þeir sjái fyrir foreldrum sínum er þeir eldast.

Ungbarnamorð og fóstureyðingar eru svo algengar vegna þessa í Kína að 119 drengir eru skráðir fæddir fyrir hverjar 100 stúlkur sem fæðast í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert