Portúgalska lögreglan segir DNA-sýni afdráttarlaus

Portúgalska lögreglan segir að DNA-sýni hafi tekið af allan vafa um að Madeleine McCann hafi verið í farangursgeymslu bílaleigubíls fjölskyldu hennar fimm vikum eftir að hún hvarf. Er lögreglan þess fullviss, að afdráttarlausar vísbendingar séu um aðild annars eða beggja foreldra Madeleine að dauða hennar.

Frá þessu greinir breska fréttastofan Sky. Lögreglan segi vísbendingar um, að DNA-sýnin hafi ekki borist í farangursgeymsluna af fatnaði eða leikfangi. Blóð sem fannst í skotti bílsins var sent til greiningar í Birmingham í Bretlandi. Niðurstaðan var sú, segir lögreglan, að 99% líkur voru á að blóðið væri úr Madeleine.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka