Sósíalíski vinstriflokkurinn tapar mestu samkvæmt kosningaspám

Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins, sést hér kjósa í Ósló …
Kristin Halvorsen, leiðtogi Sósíalíska þjóðarflokksins, sést hér kjósa í Ósló í dag. AP

Samkvæmt kosningaspám norsku sjónvarpsstöðvanna tapar Sósíalíski vinstriflokkurinn mestu fylgi í sveitarstjórnakosningum, sem fara fram í Noregi í dag. Spárnar gera ráð fyrir því að flokkurinn tapi 4,6-5,5% fylgi og fái 6,9-7,7%.

Hægriflokkurinn fær 20% samkvæmt spá norska ríkissjónvarpsins NRK og bætir við sig 2,4 prósentum. Flokkurinn fékk aðeins 14,6% fylgi í síðustu stórþingskosningum.

Verkamannaflokkurinn fær 26,3% atkvæða samkvæmt spá NRK og Miðflokkurinn 8,9%. Kristlegi þjóðarflokkurinn fær 6,4%.

Að sögn blaðsins Aftenposten bendir ekkert til þess að hægriflokkarnir missi meirihluta sinn í Ósló ef marka má kosningaspárnar.

Gert er ráð fyrir að fyrstu tölur birtist á níunda tímanum í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert