Time dæmt til að greiða fyrrum einræðisherra Indónesíu bætur

Suharto fyrrum einræðisherra Indónesíu.
Suharto fyrrum einræðisherra Indónesíu. Reuters

Hæstiréttur Indónesíu hefur dæmt að bandaríska fréttatímaritið Time skuli greiða Suharto, fyrrum einræðisherra í Indónesíu, 106 milljónir dala í bætur fyrir ærumeiðingar en blaðið sagði að Suharto og fjölskylda hans hefðu dregið sér 15 milljarða dala á 32 ára valdatíma hans.

Tímaritið birti umfjöllunina í Asíuútgáfu sinni í maí 1999 og sagði, að féð hefði verið flutt úr svissneskum bönkum til Austurríkis áður en Suharto hrökklaðist frá völdum vegna fjöldamótmæla árið 1998.

Suharto hélt því fram að greinin hefði verið ærumeiðandi fyrir hann og Indónesíuríki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert