Bush hyggst boða fækkun hermanna í Írak

Bush í Írak fyrr í mánuðinum.
Bush í Írak fyrr í mánuðinum. AP

George W. Bush Bandaríkjaforseti mun tilkynna þjóðinni nú í vikunni að hann ætli að kalla um 30.000 hermenn heim frá Írak í vetur og næsta sumar, en þessi fækkun í herliðinu, sem og frekari fækkanir, verði háð því að áfram náist árangur í baráttunni. AP hefur þetta eftir bandarískum embættismönnum.

Bush mun flytja sjónvarpsávarp til bandarísku þjóðarinnar síðar í vikunni, líklega á fimmtudaginn. Verði þetta raunin verða um 130.000 bandarískir hermenn í Írak næsta haust, eða svipaður fjöldi og var þar áður en Bush fyrirskipaði fjölgun í herliðinu fyrr á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert