Demókratar gagnrýna Petraeus harðlega

Petraeus mun aftur svara spurningum þingmanna í dag.
Petraeus mun aftur svara spurningum þingmanna í dag. AP

Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa gagnrýnt æðsta yfirmann Bandaríkjahers í Írak, hershöfðingjann David Petraeus, harðlega í kjölfar skýrslu sem hann birti í gær varðandi stöðu mála í Írak í gær. Formaður utanríkismálanefndar Bandaríkjaþings, Tom Lantos, vísaði þeirri fullyrðingu Petraeus á bug að Bandaríkjaher væri að ná árangri í Írak.

Hann sagði að menn væru að ná árangri í ákveðnum hernaðaraðgerðum en á heildina litið væri hernaðaráætlunin misheppnuð. Þá bætti Lantos því við að það væri tími til kominn að bandarískir hermenn verði kallaðir heim frá Írak.

Petraeus svaraði spurningum bandarískra þingmanna í gær. Hann sagði að ofbeldisverkum hafi fækkað í Írak eftir að bandarískum hermönnum var fjölgað í landinu.

Petraeus sagði á sameiginlegum fundi með hermála- og utanríkismálanefnd Bandaríkjaþings að hann teldi að hægt verði að kalla um 30.000 hermenn frá Írak um mitt næsta ár.

Ryan Crocker, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, svaraði einnig spurningum þingmanna í gær.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert