Hár af Madeleine sagt hafa fundist í geymsluhólfi fyrir varadekk

Ekkert hefur spurst til Madeleine McCann frá því í maí
Ekkert hefur spurst til Madeleine McCann frá því í maí AP

Fjölmiðlar í Portúgal hafa greint frá því að erfðaefni sem fannst í bílaleigubíl foreldra bresku stúlkunnar Madeleine McCann hafi ekki verið úr blóði heldur annars konar líkamsvessum. Þá segja þeir að svo mikið af hári stúlkunnar hafi fundist í geymsluhólfi fyrir varadekk bifreiðarinnar að ómögulegt sé að það hafi borist þangað úr teppi eða fatnaði. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Samkvæmt upplýsingum portúgalskra fjölmiðla, sem vitna í háttsettan heimildarmann innan lögreglunnar, er 88% samræmi á milli erfðaefnisins sem fannst í bílnum og erfðaefnis stúlkunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert