Hár af Madeleine sagt hafa fundist í geymsluhólfi fyrir varadekk

Ekkert hefur spurst til Madeleine McCann frá því í maí
Ekkert hefur spurst til Madeleine McCann frá því í maí AP

Fjöl­miðlar í Portúgal hafa greint frá því að erfðaefni sem fannst í bíla­leigu­bíl for­eldra bresku stúlk­unn­ar Madeleine McCann hafi ekki verið úr blóði held­ur ann­ars kon­ar lík­ams­vess­um. Þá segja þeir að svo mikið af hári stúlk­unn­ar hafi fund­ist í geymslu­hólfi fyr­ir vara­dekk bif­reiðar­inn­ar að ómögu­legt sé að það hafi borist þangað úr teppi eða fatnaði. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Sky.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um portú­galskra fjöl­miðla, sem vitna í hátt­sett­an heim­ild­ar­mann inn­an lög­regl­unn­ar, er 88% sam­ræmi á milli erfðaefn­is­ins sem fannst í bíln­um og erfðaefn­is stúlk­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert