Kínverskur bankamaður tekinn af lífi fyrir mútuþægni

Fyrrum yfirmaður landbúnaðarbanka Kína var tekinn af lífi í dag en hann var fundinn sekur um að hafa þegið mútur og að hafa dregið að sér fé bankans. Dómur í máli mannsins féll í fyrra. Var hann fundinn sekur um að hafa þegið rúmar tíu milljónir júana í mútur og og að hafa dregið að sér 4,32 milljónir júana frá bankanum. Alls um 15 milljónir júana eða um 130 milljónir íslenskra króna.

Í Kína er dauðarefsingu beitt við efnahagsbrotum, glæpum tengdum stjórnmálum og glæpum sem ekki eru ofbeldisglæpir. Í júlí var fyrrum yfirmaður lyfjamála tekinn af lífi fyrir að hafa þegið mútur gegn því að samþykkja skráningu nýrra lyfja. Meðal þeirra lyfja sem hann heimilaði var sýklalyf sem hefur dregið tíu manns til dauða frá því að það var skráð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert