Telpa fannst höfuðkúpubrotin í undirgöngum í Danmörku

Lögregla í Danmörku leitar nú hugsanlegs tilræðismanns eftir að tíu ára gömul stúlka fannst höfuðkúpubrotin í undirgöngum í Hellerup norður af Kaupmannahöfn. Stúlkan er þríbrotin á höfði en er ekki talin í lífshættu. Lögregla og leitarhundar leita nú vísbendinga í nágrenni staðarins þar sem stúlkan fannst um klukkan tvö í dag að dönskum tíma.

“Það eina sem við vitum á þessari stundu er að þegar við komum á staðin þá lá hún ein í göngunum. Það var hvorki hjól né nokkuð annað nálægt henni. Við höfum sent bestu leitarhunda okkar á svæðið og þeir munu finna vísbendingarnar, séu þær til staðar,” segir Hans Erik Raben, talsmaður rannsóknardeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn.

Stúlkan mun vera af dönsku bergi brotin og hefur lögregla náð sambandi við báða foreldra hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert