Býfluga gerði gat á fyllingu í brjósti

Fregnir herma að býfluga hafi stungið gat á fyllingu í brjósti þrítugrar konu á Taiwan. „Hægra brjóstið á mér hvarf á tveim dögum,“ er haft eftir konunni. Hún kveðst hafa verið í flegnum kjól á mótorhjólinu sínu þegar flugan stakk hana. Læknir hennar segir saltvatnsfyllinguna í brjóstunum eiga að þola allt að 200 kg þrýsting.

Fréttavefurinn Ananova hefur þetta eftir Southern China Daily News.

Segir læknirinn að það verði að teljast „afar undarlegt“ að býflugustunga hafi getað gert gat á fyllinguna. Konan sé mjög grönn, og fyllingarnar hafi þynnt húðina á brjóstum hennar, og því hafi ekki þurft mikið til að gera gat á þau.

Læknirinn hefur sett nýja fyllingu í brjóst konunnar, en segir að nálastungumeðferð eða jógaæfingar gætu valdið því að gat komi aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert