Engar fréttir verða sendar út á útvarps og sjónvarpsstöðvum danska ríkisútvarpsins DR í dag vegna verkfalla fréttamanna en með aðgerðum sínum vilja þeir mótmæla uppsögnum starfsmanna fyrirtækisins. Þá vakti það athygli sjónvarpsáhorfenda í Danmörku í morgun að sjónvarpsmaðurinn Kim Bildsøe-Lassen gekk út er hann var í beinni útsendingu.
Starfsmenn, sem hafa lagt niður vinnu, hafa safnast saman á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn og hafa þeir boðað til mótmælafundar á Nýjatorgi klukkan 16 að dönskum tíma.