Putin fellst á afsögn ríkisstjórnar Rússlands

Mikhaíl Fradkov
Mikhaíl Fradkov AP

Vladimir Putin, forseti Rússlands, hefur fallist á afsögn Mikhail Fradkov, forsætisráðherra landsins og ríkisstjórnar hans, en Fradkov bauðst til að segja af sér á grundvelli þeirrar „stórvægilegu pólitísku framvindu” sem orðið hafi í landinu að undanförnu og til að veita Putin fullt ákvarðanavald. Segja fréttaskýrendur líklegast að Sergei Ivanov, aðstoðarforsætisráðherra landsins, taki við embættinu. Þetta kemur framá fréttavef BBC.

Putin mun þó hafa beðið Fradkov um að sitja í embætti uns nýr forsætisráðherra hefur verið skipaður.

„Við þurfum öll að hugleiða hvernig við getum byggt upp fyrirkomulag sem hentar bæði þeim tíma sem yfirvofandi kosningar setja svip sinn á og einnig tímanum strax eftir kosningarnar í mars," sagði Putin er hann tilkynnti um ákvörðun sína í dag.

Forsetakosningar munu fara fram í Rússlandi í mars á næsta ári en þingkosningar fara þar fram í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka