Thatcher mætir í teboð í Downing stræti

Gordon Brown tekur á móti Margaret Thatcher nú síðdegis.
Gordon Brown tekur á móti Margaret Thatcher nú síðdegis. AP

Fyrrum forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins, Margaret Thatcher, mætti í Downing stræti 10 að nýju nú síðdegis en nú sem gestur Gordons Brown og eiginkonu hans, Sarah sem höfðu boðið henni til tedrykkju.

Er talið að boðið muni skyggja á þá athygli sem David Cameron, formaður Íhaldsflokksins, átti von á að fá nú í dag er hann kynnir nýja skýrslu um lífsgildi.

Brown hefur ítrekað lýst yfir aðdáun sinni á Thatcher og segir hana vera stjórnmálamann af heilum hug líkt og hann sjálfur en ólíkt Cameron. Þetta kemur fram á vef Times en þar segir að Járnfrúin hafi glaðst yfir þessum ummælum Gordons Brown.

Brown tók á móti Thatcher við bifreið hennar og gáfu þau sér tíma til þess að brosa framan í myndavélarnar á tröppum ráðherrabústaðarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert