Cadbury innkallar þúsundir súkkulaðistykkja

CATHERINE BENSON

Súkkulaðiframleiðandinn Cadbury hefur þurft að innkalla þúsundir súkkulaðistykkja eftir í ljós kom að á þau vantaði viðvörun um að þau innihéldu hnetur. Um Dairy Milk Double Choc súkkulaði er að ræða en á pakkningunum á að standa að mögulegt sé að súkkulaðið geti innihaldið hnetur. Mistökin voru einungis á þessari gerð súkkulaðis frá Cadbury samkvæmt fréttatilkynningu frá félaginu. Þar segir jafnframt að þeir sem þjást af hnetuofnæmi skuli alls ekki borða þessa tegund súkkulaðis heldur hafa beint samband fyrir fyrirtækið og fá endurgreitt. Öðrum á ekki að verða meint af því að borða Dairy Milk Double Choc.

Ekki er langt síðan Cadbury Schweppes PLC var sektað um eina milljón punda vegna þess að salmonella fannst í súkkulaði frá fyrirtækinu á síðasta ári. Þurfti Cadbury að innkalla margar tegundir súkkulaðis síðasta sumar þegar sýkingin kom í ljós og kostaði innköllunin fyrirtækið að minnsta kosti 30 milljónir punda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka