Íraska stjórnin sögð hafa náð níu markmiðum

Vopnaður maður við útför í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag.
Vopnaður maður við útför í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. AP

Talsmaður Hvíta hússins í Washington greindi frá því í dag að samkvæmt skýrslu sem unnin hafi verið á vegum þess hafi íraska ríkisstjórnin náð níu af þeim átján markmiðum sem Bandaríkjaþing setti sem skilyrði fyrir aukafjárveitingu til öryggismála og uppbyggingarstarfs í landinu fyrr á þessu ári. Í skýrslunni mun m.a. koma fram að framfarir hafi orðið í viðleitni íraskra yfirvalda til að fá embættismenn frá stjórnartíð Saddams Husseins til að taka þátt í stjórnmálalífi í landinu.

Á meðal þeirra markmiða sem ekki hafa náðst er m.a. mál sem falla undir öryggismál og lagasetning sem kveður á um tilkall íbúa ákveðinna svæða til hluta olíuauðs á svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert