Tíu menguðustu borgir og bæir á jörðinni

Óháð, bandarísk umhverfisstofnun hefur birt lista yfir tíu menguðustu borgir og bæi á jörðinni. Þetta eru staðir í fyrrverandi Sovétlýðveldum, Rússlandi, Kína og Indlandi, og einnig í Perú og Zambíu. Segir stofnunin að alls búi um tólf milljónir manna á þessum stöðum, en mengunin á þeim stafi aðallega af efna-, málm- og námuiðnaði.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC.

Það er Blacksmith-stofnunin sem hefur birt listann, líkt og hún gerði í fyrra. Staðirnir eru í stafrófsröð, en stofnunin segir ekki forsendur fyrir því að raða þeim eftir því hvar mengnin sé mest.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert