Sydsvenskan. „Ég er að halda upp á að ég má aftur reykja í trjágarðinum mínum."">

Má aftur reykja á lóðinni sinni

„Þetta er frábært. Ég sit hér í sólinni og reyki og drekk kaffi," segir kona í bænum Åkarp í nágrenni Malmö við blaðið Sydsvenskan. „Ég er að halda upp á að ég má aftur reykja í trjágarðinum mínum."

Umhverfisdómstólar í Svíþjóð hafa í tvö ár fjallað um deilu milli konunnar og nágranna hennar, sem krafðist þess að konunni yrði bannað að reykja úti í garðinum sínum. Sagðist nágranninn vera afar viðkvæmur fyrir tóbaksreyk og þyrfti að setja á sig grímu þegar hann færi út úr húsinu og framhjá garði konunnar.

Umhverfisdómstóll í Suður-Svíþjóð ákvað í ágúst að setja bráðabirgðabann við því að konan reykti á ákveðnum svæðum í garðinum en konan kærði úrskurðinn yfir yfirdómstólsins sem hefur fellt bráðabirgðabannið úr gildi. Dómstólarnir eiga enn eftir að skera úr um það hvort konan megi reykja undir eplatrjánum sínum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert