Gerðu Ísraelsmenn árás á kjarnorkumannvirki í Sýrlandi?

Há­vær orðróm­ur er að sögn breska blaðsins Sunday Times um að dul­ar­full­ar ferðir ísra­elskra herflug­véla inn í loft­helgi Sýr­lend­inga ný­lega hafi verið vand­lega und­ir­bú­in árás á svæði, þar sem búið var að safna sam­an ýms­um tækj­um og hrá­efni til kjarn­orku­starf­semi. Talið er að Norður-Kórea teng­ist mál­inu.

Ísra­elsk og sýr­lensk stjórn­völd hafa verið frek­ar fá­mál um þetta. Op­in­bera skýr­ing­in er, að Ísra­els­menn hafi gert árás á vopna­send­ing­ar, sem ætlaðar voru Hiz­bollah­sam­tök­un­um í Líb­anon en sú skýr­ing þykir ekki lík­leg.

Blaðið hef­ur eft­ir Andrew Sem­mel, hátt­sett­um emb­ætt­is­manni í banda­ríska ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, að Sýr­lend­ing­ar kunni að hafa komið sér upp „leyni­leg­um birgðum" og að nokkr­ir er­lend­ir sér­fræðing­ar séu í land­inu.

Þegar hann var spurður hvort þeir væru frá Norður-Kór­eu svaraði hann: „Það eru Norður-Kór­eu­menn þarna, á því leik­ur eng­inn vafi."

Blaðið velti því fyr­ir sér hvort Sýr­lend­ing­ar, sem hafa komið sér upp efna­vopn­um, vilji einnig koma sér upp kjarn­orku­vopn­um eða hvort þeir hafi tekið að sér að fela búnað fyr­ir Norður-Kór­eu­menn og gert þannig Kim Jong-il, leiðtoga lands­ins, kleift að þykj­ast hafa aflagt kjarn­orku­áætlan­ir lands­ins gegn því að fá efna­hagsaðstoð. Þá sé einnig hugs­an­legt, að búnaður­inn hafi verið ætlaður Írön­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert