Skoskur rallkappi fórst í þyrluslysi

Talið er að skoski rallökumaðurinn Colin McRae og fimm ára gamall sonur hans hafi farist í þyrluslysi skammt frá heimili sínu í Lanarkshire í Skotlandi í gær. Þyrlan brotlenti í Jerviswood síðdegis í gær og eldur kom upp.

Lögregla segir, að talið sé að McRae, sem var 39 ára, hafi verið í þyrlunni ásamt þremur öðrum en ekki er búið að bera formlega kennsl á líkin sem eru afar illa farin en eldur kviknaði í þyrlunni eftir að hún brotlenti.

Colin McRae varð heimsmeistari í rallakstri árið 1995 og varð þá fyrsti Bretinn til að vinna þann titil. Hann varð annar í keppninni árin 1996, 1997 og 2001 en var hættur keppni. Hann var einnig áhugasamur þyrluflugmaður.

Colin McRae.
Colin McRae. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert