Tugir létust í Írak í dag

Hlúð að særðum manni eftir tilræði sjálfsvígsmanns.
Hlúð að særðum manni eftir tilræði sjálfsvígsmanns. Reuters

Í það minnsta tuttugu manns létu lífið í sprengjuárásum og skotbardögum í Írak í dag og hefur fjöldi látinna síðan að Ramadan-mánuður hófst því farið upp í fjörtíu og níu. al-Qaeda hafði gefið út yfirlýsingar þess efnis að Ramadan yrði blóðugur mánuður.

Ramadan hófst á fimmtudaginn var og hefur hinn helgi mánuður verið fremur rólegur í höfuðborginni síðan að bílasprengja sprakk fyrir utan verslunarmiðstöð á fimmtudaginn. Þá létust tveir og sjö særðust.

Annarstaðar í landinu hafa skotbardagar og sprengjuárásir uppreisnarmanna rofið friðinn.

Sjö létust og tólf særðust í skotbardögum í Mansour sem heyrir undir Súnníta í dag og í Norður Íran sprengdi sjálfsvígsmaður sjálfan sig í loft upp á kaffihúsi í bænum Tuz, þar sem átta létust og nítján særðust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert