Bandaríkjamenn latir við handþvottinn

Ný könn­un sem gerð hef­ur verið á baðher­berg­is­venj­um Banda­ríkja­manna hef­ur leitt í ljós að aðeins þriðjung­ur banda­rískra karla þvær sér um hend­urn­ar eft­ir að hafa heim­sótt al­menn­ings­sal­erni. Ástandið virðist fara versn­andi því þegar sam­bæri­leg rann­sókn var gerð fyr­ir tveim­ur árum var það aðeins fjórðung­ur sem ekki þvoði sér um hend­urn­ar.

Fylgst var með 6.000 manns á al­menn­ings­sal­ern­um, körl­um og kon­um, í fjór­um stór­um borg­um í Banda­ríkj­un­um. Ein­fald­lega var njósnað um fólk á al­menn­ings­sal­ern­un­um á íþrótta­leik­vöng­um, úti­mörkuðum og söfn­um. Kon­ur standa sig mun bet­ur en karl­ar sam­kvæmt rann­sókn­inni, en 88% þeirra þvo sér um hend­urn­ar eft­ir að hafa notað al­menn­ings­sal­erni.

Rann­sókn­in bend­ir líka til þess að Banda­ríkja­menn séu ekki all­ir sann­sögl­ir, í ný­legri könn­un þar sem Banda­ríkja­menn voru spurðir um sal­ern­is­venj­ur sögðust 92% þeirra þvo sér um hend­urn­ar eft­ir sal­ern­is­ferðir.

Handþvott­ur er ekki aðeins til­lits­semi við þá sem ætl­un­in er að heilsa með handa­bandi, held­ur er hann sagður það besta sem fólk get­ur gert til að koma í veg fyr­ir að það veikist af flensu, kvefi, eða sýkl­um í mat.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert