Breski kaupsýslu og ævintýramaðurinn Richard Branson hefur styrkt foreldra Madeleine McCann um 200.000 Bandaríkjadollara vegna fyrirsjáanlegs lögfræðikostnaðar þeirra og hvatt aðra vel stæða Breta til að gera slíkt hið sama. Stjórn styrktarsjóðs, sem stofnaður var vegna leitarinnar að stúlkunni, ákvað nýlega að foreldrarnir gætu ekki nýtt söfnunarfé úr sjóðnum til að greiða lögfræðikostnað sinn.
“Geti hann létt fjölskyldunni lífið örlítið á þennan einfalda hátt, þá gerir hann það með gleði,” segir fjölmiðlafulltrúi Branson en hann hefur þegar gefið milljón Bandaríkjadollara í söfnunarsjóðinn. “Þegar McCann hjónin upplýstu að þau myndu ekki leita til Find Madeleine-sjóðinn og að til greina komi að þau selji heimili sitt, fannst Richard, hann þurfa að gera eitthvað.”