Clinton setur fram hugmyndir að samræmdu heilbrigðistryggingakerfi

Hillary Rodham Clinton með einum helsta keppinauti sínum innan demókrataflokksins, …
Hillary Rodham Clinton með einum helsta keppinauti sínum innan demókrataflokksins, Barack Obama. Reuters

Hillary Rodham Clinton, sem sækist eftir því að verða forsetaframbjóðandi demókrata í Bandaríkjunum, mun í dag kynna hugmyndir sínar að stórátaki í heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna en í hugmyndum hennar felst m.a. að allir Bandaríkjamenn verði skyldaðir til að bera heilbrigðistryggingavottorð og að alríkisstjórnvöld styrki ríkisyfirvöld til lækkunar sjúkrakostnaðar.

Í hugmyndum Clinton er gert ráð fyrir að aðgerðirnar muni kosta um 110 milljarða Bandaríkjadollara á ári. Clinton hefur lengi verið talskona þess að komið verði á fót samræmdu heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum og í forsetatíð Eiginmanns hennar árið 1994 setti hún fram hugmyndir að slíkri áætlun. Þær náðu hins vegar ekki fram að ganga.

Clinton segist hafa lært af þeirri reynslu sem hún öðlaðist þá en hugmyndirnar urðu nánast til þess að binda enda á forsetatíð Bill Clinton og áttu stóran þátt í því að demókratar misstu meirihlut a sinn á Bandaríkjaþingi.

Neera Tanden, pólitískur ráðgjafi Clinton, segir að hugmyndirnar setji meiri ábyrgð á almenning, bæði með því að skylda þá til að bera tryggingarskírteini og því að lækka kostnað og auka þannig valmöguleika fólks.

47 milljónir Bandaríkjamanna eru nú án heilsutryggingar og eru þeir sem berjast um að verða frambjóðendur demókrata í næstu forsetakosningum sammála um að leggja beri áherslu á samræmingu heilbrigðistryggingakerfisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert