Finnskur prestur kærður fyrir að sniðganga kvenprest

Ríkissaksóknari Finnlands hefur ákært þarlendan prest fyrir að neita að að taka þátt í kirkjuathöfnum með kvenprestum. Er þetta í fyrsta skiptið sem slík ákæra er gefin út en 21 ár er liðið frá því fyrsta konan var vígð til prests í Finnlandi.

Sr. Ari Norro, sem er prestur í Hyvinkaeaesókn, hefur verið ákærður fyrir brot á jafnréttislögum en kvenpresturinn starfar þar einnig. Sóknarpresturinn í sókninni hefur einnig verið ákærður fyrir að tryggja ekki að jafnrétti ríki á vinnustað.

„Lögin gera ekki upp á milli fólks og finnsk lög eru alveg skýr á þessu sviði," hefur AFP fréttastofan eftir Jari Auvinen, saksóknara.

Deilum af þessu tagi hefur farið fjölgandi á undanförnum árum eftir því sem kvenprestum hefur fjölgað. Nú er þriðjungur finnskra presta kvenkyns og búist er við að konur verði fleiri en karlar í prestastétt árið 2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert