Hópur Dana lítur á sig sem liðsmenn alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka

Frá aðgerðum dönsku lögreglunnar gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í Kaupmannahöfn nýlega
Frá aðgerðum dönsku lögreglunnar gegn grunuðum hryðjuverkamönnum í Kaupmannahöfn nýlega AP

Danska leyniþjónustan PET segir að mörg dæmi séu um það að ungir múslímar í landinu hafi sótt þjálfun í þjálfunarbúðir herskárra samtaka múslíma en greint hefur verið frá því að einn þeirra sem nýlega var handtekinn í Kaupmannahöfn grunaður er um vera að skipuleggja hryðjuverkaárás í landinu hafi sótt þjálfun til Pakistans. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Þá segja talsmenn PET að nokkuð stór hópur manna búi í landinu sem líti á sig sem liðsmenn alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka. Þeir segja miðstöðvar slíkrar hugmyndafræði þó ekki einungis vera í moskum eins og oft sé gefið í skyn.

Fram kemur í s kýrlunni “Center for Terroranalyse” sem birt var í morgun að í flestum tilfellum sé um að ræða menn á aldrinum 16 til 25 ára sem séu fæddir og uppaldir í Danmörku. Þá kemur þar fram að oftast sé um hægfara þróun í hugmyndafræði að ræða sem mótist að miklu leyti á því að umræddir menn komist í kynni við róttæka hópa

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert