Musharraf sagður ætla að láta af yfirstjórn hersins

Pervez Musharraf, forseti Pakistans.
Pervez Musharraf, forseti Pakistans. Reuters

Mushahid Hussain Sayed, sem er háttsettur innan stjórnarflokksins í Pakistan (PML), segir að Pervez Musharraf, forseti Pakistans, ætli að láta af yfirstjórn hers landsins eftir að forsetakosningar hafa farið þar fram þann 15. nóvember. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

"Við gerum ráð fyrir því að eftir að hann verur endurkjörinn forseti með Guðs vilja, í næsta mánuði, muni hann sverja embættiseiðinn sem óbreyttur forseti fyrir 15. nóvember," segir Sayed.

Hæstiréttur landsins hefur það nú til umfjöllunar hvort Musharraf sé heimilt að fara áfram með yfirstjórn hersins verði hann endurkjörinn í forsetaembættið.

Musharraf rændi völdum í landinu árið 1999.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert