Flestir Bandaríkjamenn ósáttir við störf Bush

George Bush, forseti Bandaríkjanna.
George Bush, forseti Bandaríkjanna. AP

Tveir þriðju Bandaríkjamanna eru samkvæmt nýrri könnun á því að George W. Bush, Bandaríkjaforseti, standi sig illa í starfi. Þrátt fyrir að þetta geti vart talist miklar vinsældir þá eru þetta að vissu leyti góðar fréttir fyrir forsetann því að 73% aðspurðra gáfu honum falleinkunn í júlí sl.

Vinsældir forsetans hafa minnkað mjög frá því að hann hóf störf, í október árið 2001 voru 88% íbúa Bandaríkjunum á því að Bush stæði sig vel.

Í könnuninni, sem gerð var af fyrirtækinu Harris Interactive, sögðust þar að auki 72% vera óánægðir með báðar deildir bandaríska þingsins. 63% sögðu Bandaríkin hafa farið af réttu spori, en 24% eru á því að Bandaríkin stefni í rétta átt.

Mikilvægustu málefnin sem Bandaríkjamenn vilja að stjórnvöld taki á eru „stríðið”, heilbrigðis- og innflytjendamál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert