Fjármálaráðuneyti Ísraels hefur ákveðið að verða við kröfu Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, um að endurgreiða honum lögfræðikostnað hans vegna Winograd-rannsóknarinnar á framgöngu hans í tengslum við hernað Ísraela í Líbanon síðastliðið sumar. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.
Moshe Shilo ráðuneytisstjóri segir Olmert vera eina vitnið, sem kallað var fyrir rannsóknarnefndina, sem farið hafi fram á endurgreiðslu vegna lögfræðiaðstoðar.
Olmert naut aðstoðar eins dýrasta og virtasta lögfræðifyrirtækis í Ísrael í málinu og liggur kostnaður vegna lögfræðikostnaðar hans ekki fyrir