Ísraelska ríkið greiðir lögfræðikostnað Olmerts

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels. AP

Fjármálaráðuneyti Ísraels hefur ákveðið að verða við kröfu Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, um að endurgreiða honum lögfræðikostnað hans vegna Winograd-rannsóknarinnar á framgöngu hans í tengslum við hernað Ísraela í Líbanon síðastliðið sumar. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Moshe Shilo ráðuneytisstjóri segir Olmert vera eina vitnið, sem kallað var fyrir rannsóknarnefndina, sem farið hafi fram á endurgreiðslu vegna lögfræðiaðstoðar.

Olmert naut aðstoðar eins dýrasta og virtasta lögfræðifyrirtækis í Ísrael í málinu og liggur kostnaður vegna lögfræðikostnaðar hans ekki fyrir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert