Norskir unglingar greiða fyrir kynlíf

Frá Ósló.
Frá Ósló. mbl.is/Golli

Talsmaður norskra vændiskvenna, Janni Wintherbauer segir í viðtali við Aftenposten að ungir drengir á unglingsaldri allt niður í 16 ára komi í hópum og einir sér og kaupi sér kynlífsreynslu hjá vændiskonum í Ósló. Wintherbauer segir að fyrir nokkrum árum hafi margar ungar stúlkur frá Albaníu stundað vændi og að margir drengir hafi fengið sína fyrstu kynlífsreynslu hjá þeim.

Félagsfræðingurinn Karl Fredrik Tangen segir í samtali við blaðið að eitthvað sé um það að unglingsdrengir kaupi kynlíf hjá vændiskonum. „Ef drengir byrja á því að kaupa kynlíf á unga aldri eru mestar líkur á að þeir haldi því áfram er þeir eldast,” sagði Tangen.

Barna- og jafnréttismálaráðherra Noregs Karita Bekkemellem vill með sérstöku átaki í skólum freista þess að færri karlmenn gangi til vændiskvenna í framtíðinni. Áætlað er að fræða unglinga í framhaldsskólum um mansal og vændi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert