Olmert reiðubúinn til viðræðna við Assad

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels lýsti því yfir í gær að hann virti Bashar Assad Sýrlandsforseta og væri reiðubúinn til að ganga til friðartilviðræðna við hann að því gefnu að forsendur til slíks fundar væru fyrir hendi. “Ég ber mikla virðingu fyrir leiðtoga Sýrlendinga og stefnu þeirra. Þeir eiga við innanríkisvandamál að stríða en það er engin ástæða til þess að við útilokum viðræður við þá,” sagði Olmert.

Mikil spenna hefur verið í samskiptum ríkjanna frá því ísraelski flugherinn gerði loftárás á skotmark á sýrlensku landi fyrir ellefu dögum. Þá er Bandaríkjastjórn sögð mótfallin því að Sýrlendingar taki átt í fyrirhugaðri ráðstefnu ríkja á svæðinu um deilur Ísraela og Palestínumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert