Vaknaði á krufningarborðinu

Venesúela­búi nokk­ur, sem hafði verið úr­sk­urðaður lát­inn eft­ir um­ferðarslys, vaknaði í lík­hús­inu við mik­inn sárs­auka enda voru rétt­ar­lækn­ar að byrja að kryfja hann. Lækn­arn­ir sáu enda fljótt að ekki var allt í felldu þegar það foss­blæddi úr „lík­inu".

„Ég vaknaði vegna þess að sárs­auk­inn var óbæri­leg­ur," sagði Car­los Ca­mejo, 33 ára, við blaðið El Uni­versal.

Eig­in­kona Ca­mejos, sem hafði verið kvödd á sjúkra­húsið til að bera kennsl á lík hans, hitti hann þess í stað sprelllif­andi á gangi sjúkra­húss­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert