Vaknaði á krufningarborðinu

Venesúelabúi nokkur, sem hafði verið úrskurðaður látinn eftir umferðarslys, vaknaði í líkhúsinu við mikinn sársauka enda voru réttarlæknar að byrja að kryfja hann. Læknarnir sáu enda fljótt að ekki var allt í felldu þegar það fossblæddi úr „líkinu".

„Ég vaknaði vegna þess að sársaukinn var óbærilegur," sagði Carlos Camejo, 33 ára, við blaðið El Universal.

Eiginkona Camejos, sem hafði verið kvödd á sjúkrahúsið til að bera kennsl á lík hans, hitti hann þess í stað sprelllifandi á gangi sjúkrahússins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert