Á ferð og flugi með 30 snáka

Karlmaður hefur verið sektaður um 800 Bandaríkjadali, 51 þúsund krónur, fyrir að hafa verið með 30 snáka, fugl og leifar af fuglum í farangri sínum er hann flug milli Suður-Kóreu og Atlanta í Bandaríkjunum. Öll dýrin voru dauð en tollverðir höfðu samt varann á þegar þeir rannsökuðu farangur mannsins.

Ekki er vitað hvað maðurinn ætlaði sér með dýrin dauðu en þau voru gerð upptæk, samkvæmt upplýsingum frá flugvallaryfirvöldum í Atlanta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka