Höfuðslæðubanni í tyrkneskum háskólum aflétt

Abdullah Gul, forseti Tyrklands, með eiginkonu sinni Hayrunnisa sem alltaf …
Abdullah Gul, forseti Tyrklands, með eiginkonu sinni Hayrunnisa sem alltaf gengur með höfuðslæðu. AP

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, greindi frá því í morgun að stjórn hans hafi ákveðið að aflétta 27 ára gömlu banni við því að konur sem stunda háskólanám í landinu beri höfuðslæður að hætti múslíma. Málið hefur lengi verið hitamál í Tyrklandi og hefur her landsins m.a. lýst því yfir að hann muni með öllum ráðum standa vörð um aðskilnað ríkisvaldsins og trúarbragða í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Yfirlýsing Erdogans fylgir í kjölfar velgengni íslamska stjórnmálaflokksins AKP í þingkosningunum í landinu í júlí og kjöri Abdullah Gül í embætti forseta landsins. Eftir kosningarnar hafa áhrifamenn innan hersins varað við því að “ill öfl” ógni núaðskilnaði ríkis og trúar í landinu.

Erdogan sagði við þetta tækifæri að ákvörðunin muni styrkja lýðræði í landinu og veraldleg gildi. “Það má ekki takmarka réttinn til menntunar við stúlkur sem klæða sig á ákveðinn hátt,” sagði hann. “Þetta er ekki vandamál á Vesturlöndum heldur í Tyrklandi og ég lít svo á að það sé hlutverk stjórnmálamanna a leysa það,” sagði hann en bannið hefur veri í gildi frá árinu 1982

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert